Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00
Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00