Handbolti

Hergeir: Draumur síðan ég var pjakkur að vinna titil með Selfoss

Arnar Helgi Magnússon skrifar
Hergeir var sáttur í leikslok.
Hergeir var sáttur í leikslok. vísir/vilhel
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta er búið að vera draumur síðan ég var lítill pjakkur, að vinna Íslandsmeistaratitil með Selfoss. Ég er bara fáránlega glaður, þetta er bara sturlað, “sagði Hergeir Grímsson eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitli með Selfyssingum í kvöld.

 

Hergeir segir að markmið Selfyssinga hafi alltaf verið að ná þessum stóra titli og kveðja þannig Elvar og Patta.

 

„Að sjálfsögðu var það markmiðið áður en að tímabilið byrjaði. Við misstum af deildarbikarnum og Coca Cola bikarnum, vorum tæpir þar en það er virkilega sætt að landa þessum. “

 

Hergeir er feginn því að þurfa ekki að mæta í oddaleik í Hafnarfirði á föstudagskvöld.

 

„Það er bara mjög gott. Þetta var geggjað einvígi. Haukarnir voru sturlað góðir, þeir eru með geggjað lið og það er ekkert grin að vinna þá. Ég er samt alveg viss um að við hefðum unnið á Ásvöllum.“

 

Hergeir ætlar að fagna titlinum í kvöld með því að fá sér kaffibolla með leikmanni Gróttu, Magnúsi Öder.

 

„Ég ætla að setjast niður með Magga Öder og við ætlum að fá okkur kaffibolla og leikgreina þetta aðeins, “ sagði Hergeir að lokum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×