Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 17:28 Konan reif upp gjallarhorn og mótmælti. Mynd/Skjáskot Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira