Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. maí 2019 16:05 Þau sextán sem skipuð voru dómarar við Landsrétt sumarið 2017. Dómsmálaráðuneytið Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent