Greiða rúman milljarð króna í arð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg. FBL/ERNIR Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára. Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður KeahótelaÁ móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent. EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður. Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut. Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára. Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður KeahótelaÁ móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent. EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður. Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut. Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent