Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líka Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:43 Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir „Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti