Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 12:00 Ari Matthíasson segir sjálfsagt að íhuga það að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið. Vísir/Egill Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00