Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22