Tildrög rútuslyssins í Öræfum enn til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 16:05 Frá vettvangi rútuslyssins síðastliðinn fimmtudag. vísir/jók Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04
Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30
Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15