Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 15:15 Fyrsti þristurinn, sem þjónar hópfluginu sem undanfari, í flaug frá Reykjavík í hádeginu til Skotlands. Vísir/Vilhelm. Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30