Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 13:04 Icelandair og Wow air fengu flestar losunarheimildir í fyrra. Wow air gerði ekki upp heimildir sínar vegna gjaldþrots félagsins í lok mars. Vísir/Vilhelm Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00