Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:30 Ada Hegerberg kyssir Meistaradeildarbikarinn í Búdapest um helgina. Getty/Matthew Ashton Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira