Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki.
Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin.
Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn.
Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið.
Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð.
What an incredible weekend. Congratulations to all the podium finishers of the 2019 Rogue Invitational, a CrossFit sanctioned event. We can’t wait for next year. #ryourogueView this post on Instagram
A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on May 19, 2019 at 4:42pm PDT