Harmar uppsagnir Icelandair en segir þær ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:00 MAX-vélar Icelandair sem hafa verið kyrrsettar sjást hér á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira