Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 15:43 Áftarparið í dag með ungana sína þrjá. Vísir/KMU. Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér: Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér:
Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16