Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 11:13 Forseti Alþingis kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi hans með formönnum þingflokkanna. Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið. Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið. Steingrímur ákvað að verða við ósk formanna þingmanna um að víkja frá röð mála á dagskrá til þess að reyna að rjúfa þá pattstöðu sem hefur verið uppi á Alþingi vegna málsins. Það liggur ekki fyrir hvenær umræðunni verður haldið áfram er ljóst er að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins. Í stað þriðja orkupakkans hófst umræða um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en það er eitt þeirra mála sem komst ekki að vegna málþófsins. Ámundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni um málið að það væri undarlegt að fá skyndilega að ræða þetta mál í ljósi þess að hann hefði beðið í hálfan mánuð eftir því að fá að taka til máls undir liðnum. „Þannig að það sem brann mjög á mér fyrir fjórtán dögum síðan er nú kannski farið að kólna dálítið eins og hraunið í Vestmannaeyjum á sínum tíma en ég ætla þó samt sem áður að rifja það upp sem mig langaði helst að segja.“ Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi hans með formönnum þingflokkanna. Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið. Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið. Steingrímur ákvað að verða við ósk formanna þingmanna um að víkja frá röð mála á dagskrá til þess að reyna að rjúfa þá pattstöðu sem hefur verið uppi á Alþingi vegna málsins. Það liggur ekki fyrir hvenær umræðunni verður haldið áfram er ljóst er að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins. Í stað þriðja orkupakkans hófst umræða um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en það er eitt þeirra mála sem komst ekki að vegna málþófsins. Ámundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni um málið að það væri undarlegt að fá skyndilega að ræða þetta mál í ljósi þess að hann hefði beðið í hálfan mánuð eftir því að fá að taka til máls undir liðnum. „Þannig að það sem brann mjög á mér fyrir fjórtán dögum síðan er nú kannski farið að kólna dálítið eins og hraunið í Vestmannaeyjum á sínum tíma en ég ætla þó samt sem áður að rifja það upp sem mig langaði helst að segja.“
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35