Gyðingahatur talið viðtekið á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2019 12:00 Greinarhöfundur segir það enga tilviljun að Ísland hafi boðið upp á annað eins og Hatara. Gyðingahatur og stuðningur við nasisma grasseri á Íslandi, frá fornu fari allt til dagsins í dag. Getty/Gui Prives Ísraelsmenn almennt standa í þeirri meiningu að ef ekki sé viðtekið gyðingahatur á Íslandi þá í það minnsta séu Íslendingar eindregnir stuðningsmenn Palestínu. Framganga Hatara í Eurovision staðfesti það. Í The Jerusalem Post birtist í gær grein eftir Barry Shaw undir fyrirsögninni: Á Íslandi hefur hatrið sigrað – frá SS nasisma til Euvovision. (In Iceland, hate has prevailed from the Nazi SS to Eurovision 2019). Þar eru dregin fram og rakin af nokkurri smásmygli dæmi sem eiga að sýna og sanna landlægt gyðingahatur Íslendinga frá fornu fari. Og allt til dagsins í dag. Vitnað til Passíusálma Hallgríms Péturssonar, að gyðingum hafi verið vísað úr landi á tímum heimstyrjaldanna. Þeir hafi þurft að leita athvarfs í Skandinavíu. Vitnað er til skrifa Halldórs Laxness og þau sögð hatursfull í garð gyðinga; um bogið nef gyðingastúlku sem sótti fyrir hann miða á Ólympíuleikana 1936. Greint er frá því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson hafi fundað með Hitler og hneykslast á því að einhver hópur Íslendinga hafi sent áskorun til Nóbelsnefndar um að hann fengi Nóbelsverðlaun.The Jerusalem Post er einn stærsti fjölmiðillinn í Ísrael og lesinn víða um heim á netinu.skjáskotSé litið til dæma sem tíunduð eru verður að telja líklegt að Barry Shaw hafi notið dyggrar aðstoðar einhvers Íslendings við að skrúfa grein sína saman. Hatari og Ísland er sagt hafa orðið sér til ævarandi skammar með framgöngu sinni.Ýmis skammarleg dæmi úr Íslandssögunni Þá er kafli um Björn Svein Björnsson, elsta son Sveins Björnssonar fyrsta forseta Íslands, sem var í sérsveitum SS sveitanna. Auk þess er vitnað til bókar þeirrar sem bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulsson sendu frá sér 1988, Íslenskir nasistar. Allt þetta og meira til, samanlagt á að sýna og sanna rótgróið og viðtekið gyðingahatur meðal Íslendinga. Og höfundur greinarinnar spyr: Hefur eitthvað breyst? Og svarið liggur í loftinu; nei, Hatari sýnir það og sannar. Vísir ræddi við Illuga Jökulsson sem telur greinina afar villandi, svo ekki sé meira sagt. Vissulega megi finna dæmi um andsemítisma hjá ýmsum svonefndum mektarmönnum á Íslandi fyrr á tíð. Slíkt sé hægðarleikur.Illugi Jökulsson segir það hægðarleik að taka til dæmi úr íslenskri sögu um skammarlega framkomu gagnvart gyðingum, en það sé afar villandi að slá því saman og hafa til marks um landlæga og almenna gyðingaandúð.FBL/STEFÁN„Öll eru þau dæmi skammarleg og hörmuleg. Það er líka rétt hjá höfundi greinarinnar að móttökurnar sem flóttamenn af Gyðingaættum mættu hér á fjórða áratugnum voru vægast sagt kuldalegar og okkur Íslendingum til ævarandi skammar. En það er hins vegar mjög villandi að hér hafi verið eitthvert voðalegt landlægt Gyðingahatur.“Sagnfræðileg ónákvæmni og vitleysa Illugi tiltekur fjölmargar villur í greininni, sem hann þó nennir ekki að elta ólar við – ekki allar.Bók þeirra Hrafns og Illuga hefur ekki komið út nema á íslensku.„En það má til dæmis benda á að Nasistaflokkurinn á fjórða áratugnum fékk sem betur fer hverfandi fylgi í kosningum. Það er líka alrangt að mörg hundruð Íslendingar hafi gengið til liðs við Waffen SS. Þeir voru vissulega nokkrir en hvergi nærri „mörg hundruð“. Það er líka rangt, sem höfundur virðist halda, að Björn Sv. Björnsson hafi staðið fyrir útvarpssendingum hingað til lands líkt og Lord Haw-Haw rak áróður í útvarpssendingum til Bretlands. Það gerði hann aldrei. Útvarpsupptakan sem minnst er á var flutt fyrir Þjóðverja. Og að Halldór Laxness hafi „fjarlægst nasisma með því að taka upp sovéskan kommúnisma“ er bara þvaður.“ Villandi grein og röng í mörgu Og Illugi bendir á að Halldór hafi aldrei fengið Lenín-verðlaunin eins og staðhæft er í grein The Jerusalem Post. Auðvitað þykir mér persónulega merkilegt að bók okkar Hrafns bróður míns sé nefnd til sögu en leyfi mér að efast um að greinarhöfundurinn hafi reynt að pæla gegnum hana. Þarna er allt í einu nefndur til sögu einhver Jörgensen, sem ég veit ekki hver á að vera, en er alla vega ekki í okkar bók og útvarpsleikrit er orðið að tónverki ... æ, veistu, þetta er bara misskilningur og bull,“ segir Illugi.Daniel Hershkovitz veit ekki alveg hvort það sé svo að Ísraelsmenn telji Íslendinga upp til hópa gyðingahatara og jafnvel nasista. En, þeir eru í það minnsta taldir styðja Palestínu, það staðfesti atriði Hatara.Illugi telur fulla ástæðu til að halda á lofti og varðveita þau hryggilegu dæmi um andsemítisma sem því miður má finna í íslenskri sögu. „En, þessi grein gerir ekkert gagn í því sambandi - til þess er hún of villandi, misvísandi og hreinlega röng. Það má geta þess að við Hrafn sitjum nú við og uppfærum bókina okkar um íslenska nasista, kannski við sendum Barry Shaw eintak þegar hún kemur út.“Íslendingar teljast ekki vinir Ísrael En, hvernig ætli þetta horfi við Ísraelbúum? Telja þeir almennt að Íslendingar séu nýnasistar og gyðingahatarar upp til hópa? Vísir spurði Daniel Hershkovitz, sjónvarpsfréttamenn sem fylgdist grannt með Eurovision og fjallað ítarlega um framlag Hatara. „Ég myndi nú kannski ekki segja nýnaistar eða gyðingahatarar. En, almennt þá held ég að hér sé talið að Íslendingar séu í það minnsta stuðningsmenn Palestínu. Hatari staðfesti það.“ The Jerusalem Post er einn stærsti fjölmiðilinn í Ísrael og hefur mikla dreifingu; er lesið á netinu víða um heim. Ekki er úr vegi að ætla að það gæti skaðað íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi ef það er almennt talið að á Íslandi grasseri gyðingahatur og jafnvel nasismi. Vísir sendi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins þar sem spurt er hvort ástæða sé til að bregðast sérstaklega við þessum skrifum? Eurovision Ísrael Utanríkismál Tengdar fréttir Bjarni Ben bjargaði Íslenska böðlinum frá refsingu Leifur Muller lenti í fangabúðum vegna íslensks nasista í Noregi sem heitir Ólafur Pétursson. Stjórnvöld fengu hann framseldan. 17. apríl 2015 12:33 Vill grein Gísla um gyðinga út af Vísindavefnum Gísli Gunnarsson emeritus segir bannað tala óvirðulega um rabbína. 11. janúar 2019 10:00 Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Gyðingar fresta ferðum til Íslands Aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi hótað vegna umskurðsfrumvarpsins. 6. mars 2018 10:33 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ísraelsmenn almennt standa í þeirri meiningu að ef ekki sé viðtekið gyðingahatur á Íslandi þá í það minnsta séu Íslendingar eindregnir stuðningsmenn Palestínu. Framganga Hatara í Eurovision staðfesti það. Í The Jerusalem Post birtist í gær grein eftir Barry Shaw undir fyrirsögninni: Á Íslandi hefur hatrið sigrað – frá SS nasisma til Euvovision. (In Iceland, hate has prevailed from the Nazi SS to Eurovision 2019). Þar eru dregin fram og rakin af nokkurri smásmygli dæmi sem eiga að sýna og sanna landlægt gyðingahatur Íslendinga frá fornu fari. Og allt til dagsins í dag. Vitnað til Passíusálma Hallgríms Péturssonar, að gyðingum hafi verið vísað úr landi á tímum heimstyrjaldanna. Þeir hafi þurft að leita athvarfs í Skandinavíu. Vitnað er til skrifa Halldórs Laxness og þau sögð hatursfull í garð gyðinga; um bogið nef gyðingastúlku sem sótti fyrir hann miða á Ólympíuleikana 1936. Greint er frá því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson hafi fundað með Hitler og hneykslast á því að einhver hópur Íslendinga hafi sent áskorun til Nóbelsnefndar um að hann fengi Nóbelsverðlaun.The Jerusalem Post er einn stærsti fjölmiðillinn í Ísrael og lesinn víða um heim á netinu.skjáskotSé litið til dæma sem tíunduð eru verður að telja líklegt að Barry Shaw hafi notið dyggrar aðstoðar einhvers Íslendings við að skrúfa grein sína saman. Hatari og Ísland er sagt hafa orðið sér til ævarandi skammar með framgöngu sinni.Ýmis skammarleg dæmi úr Íslandssögunni Þá er kafli um Björn Svein Björnsson, elsta son Sveins Björnssonar fyrsta forseta Íslands, sem var í sérsveitum SS sveitanna. Auk þess er vitnað til bókar þeirrar sem bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulsson sendu frá sér 1988, Íslenskir nasistar. Allt þetta og meira til, samanlagt á að sýna og sanna rótgróið og viðtekið gyðingahatur meðal Íslendinga. Og höfundur greinarinnar spyr: Hefur eitthvað breyst? Og svarið liggur í loftinu; nei, Hatari sýnir það og sannar. Vísir ræddi við Illuga Jökulsson sem telur greinina afar villandi, svo ekki sé meira sagt. Vissulega megi finna dæmi um andsemítisma hjá ýmsum svonefndum mektarmönnum á Íslandi fyrr á tíð. Slíkt sé hægðarleikur.Illugi Jökulsson segir það hægðarleik að taka til dæmi úr íslenskri sögu um skammarlega framkomu gagnvart gyðingum, en það sé afar villandi að slá því saman og hafa til marks um landlæga og almenna gyðingaandúð.FBL/STEFÁN„Öll eru þau dæmi skammarleg og hörmuleg. Það er líka rétt hjá höfundi greinarinnar að móttökurnar sem flóttamenn af Gyðingaættum mættu hér á fjórða áratugnum voru vægast sagt kuldalegar og okkur Íslendingum til ævarandi skammar. En það er hins vegar mjög villandi að hér hafi verið eitthvert voðalegt landlægt Gyðingahatur.“Sagnfræðileg ónákvæmni og vitleysa Illugi tiltekur fjölmargar villur í greininni, sem hann þó nennir ekki að elta ólar við – ekki allar.Bók þeirra Hrafns og Illuga hefur ekki komið út nema á íslensku.„En það má til dæmis benda á að Nasistaflokkurinn á fjórða áratugnum fékk sem betur fer hverfandi fylgi í kosningum. Það er líka alrangt að mörg hundruð Íslendingar hafi gengið til liðs við Waffen SS. Þeir voru vissulega nokkrir en hvergi nærri „mörg hundruð“. Það er líka rangt, sem höfundur virðist halda, að Björn Sv. Björnsson hafi staðið fyrir útvarpssendingum hingað til lands líkt og Lord Haw-Haw rak áróður í útvarpssendingum til Bretlands. Það gerði hann aldrei. Útvarpsupptakan sem minnst er á var flutt fyrir Þjóðverja. Og að Halldór Laxness hafi „fjarlægst nasisma með því að taka upp sovéskan kommúnisma“ er bara þvaður.“ Villandi grein og röng í mörgu Og Illugi bendir á að Halldór hafi aldrei fengið Lenín-verðlaunin eins og staðhæft er í grein The Jerusalem Post. Auðvitað þykir mér persónulega merkilegt að bók okkar Hrafns bróður míns sé nefnd til sögu en leyfi mér að efast um að greinarhöfundurinn hafi reynt að pæla gegnum hana. Þarna er allt í einu nefndur til sögu einhver Jörgensen, sem ég veit ekki hver á að vera, en er alla vega ekki í okkar bók og útvarpsleikrit er orðið að tónverki ... æ, veistu, þetta er bara misskilningur og bull,“ segir Illugi.Daniel Hershkovitz veit ekki alveg hvort það sé svo að Ísraelsmenn telji Íslendinga upp til hópa gyðingahatara og jafnvel nasista. En, þeir eru í það minnsta taldir styðja Palestínu, það staðfesti atriði Hatara.Illugi telur fulla ástæðu til að halda á lofti og varðveita þau hryggilegu dæmi um andsemítisma sem því miður má finna í íslenskri sögu. „En, þessi grein gerir ekkert gagn í því sambandi - til þess er hún of villandi, misvísandi og hreinlega röng. Það má geta þess að við Hrafn sitjum nú við og uppfærum bókina okkar um íslenska nasista, kannski við sendum Barry Shaw eintak þegar hún kemur út.“Íslendingar teljast ekki vinir Ísrael En, hvernig ætli þetta horfi við Ísraelbúum? Telja þeir almennt að Íslendingar séu nýnasistar og gyðingahatarar upp til hópa? Vísir spurði Daniel Hershkovitz, sjónvarpsfréttamenn sem fylgdist grannt með Eurovision og fjallað ítarlega um framlag Hatara. „Ég myndi nú kannski ekki segja nýnaistar eða gyðingahatarar. En, almennt þá held ég að hér sé talið að Íslendingar séu í það minnsta stuðningsmenn Palestínu. Hatari staðfesti það.“ The Jerusalem Post er einn stærsti fjölmiðilinn í Ísrael og hefur mikla dreifingu; er lesið á netinu víða um heim. Ekki er úr vegi að ætla að það gæti skaðað íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi ef það er almennt talið að á Íslandi grasseri gyðingahatur og jafnvel nasismi. Vísir sendi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins þar sem spurt er hvort ástæða sé til að bregðast sérstaklega við þessum skrifum?
Eurovision Ísrael Utanríkismál Tengdar fréttir Bjarni Ben bjargaði Íslenska böðlinum frá refsingu Leifur Muller lenti í fangabúðum vegna íslensks nasista í Noregi sem heitir Ólafur Pétursson. Stjórnvöld fengu hann framseldan. 17. apríl 2015 12:33 Vill grein Gísla um gyðinga út af Vísindavefnum Gísli Gunnarsson emeritus segir bannað tala óvirðulega um rabbína. 11. janúar 2019 10:00 Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Gyðingar fresta ferðum til Íslands Aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi hótað vegna umskurðsfrumvarpsins. 6. mars 2018 10:33 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Bjarni Ben bjargaði Íslenska böðlinum frá refsingu Leifur Muller lenti í fangabúðum vegna íslensks nasista í Noregi sem heitir Ólafur Pétursson. Stjórnvöld fengu hann framseldan. 17. apríl 2015 12:33
Vill grein Gísla um gyðinga út af Vísindavefnum Gísli Gunnarsson emeritus segir bannað tala óvirðulega um rabbína. 11. janúar 2019 10:00
Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00
Gyðingar fresta ferðum til Íslands Aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi hótað vegna umskurðsfrumvarpsins. 6. mars 2018 10:33
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent