Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Það þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæði til að binda jafnmörg tonn og losna á Norðurlandi vestra. Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira