Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Síðast á föstudag lak gasolía í Vestmannaeyjahöfn þegar verið var að dæla á milli tanka. Hafnarstjóri vill vandvirkni. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson „Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
„Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira