Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Birgir Olgeirsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2019 23:34 Matthías Sveinbjörnsson viðurkenndi að hafa fundið fyrir lofthræðslu í körfunni en sagði útsýnið úr loftbelgnum yfir Reykjavík hafa verið ólýsanlegt. Reykjavík Airshow Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41