Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 22:41 Fljúgandi skókassar, kallast þessar kassalöguðu flutningavélar, af gerðinni Short Skyvan. Þær urðu alræmdar á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu, sem notaði þær til að varpa andstæðingum lifandi frá borði yfir hafi. Vísir/KMU. Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08