Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 14:00 Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum. Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum.
Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira