„Dómarinn kallaði okkar leikmenn aumingja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2019 19:00 Jóhann Kristinn var ekki sáttur með dómara leiksins, Sigurð Hjört Þrastarson. mynd/stöð 2 sport Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15