Nunna segir hendur Katy Perry blóði drifnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 19:23 Katy Perry stóð í fasteignadeilum við tvær nunnur. getty/Axelle Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“ Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“
Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög