Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 19:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent