Henry Cejudo í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2019 06:35 Cejudo með bæði beltin og gullmedalíuna. Vísir/Getty UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45