Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:20 Björn Leví var mjög harðorður gagnvart Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, vegna nýrrar fjármálaáætlunar. vísir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira