Trump tók sér hlé frá golfi til að hitta hóp barna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:41 Trump með nemendum og kennurum Clohanes National skólans á Írlandi. clohanes national school Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér. Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér.
Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira