Veikleikar í fjármálastjórn kalli ekki síður á endurskoðun fjármálastefnunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2019 00:00 Veikleikar í fjármálastjórn kalla ekki síður á endurskoðun fjármálastefnunnar en fyrirséður efnhahagsskellur, að mati fjármálaráðs. Verklag við stefnumörkun í opinberum fjármálum hafi ekki verið nógu vandað. Í nýju áliti sem var skilað til fjárlaganefndar í morgun segir að samdrátturinn gæti orðið skarpari og lengri en spá Hagstofu Íslands segir til um. Fjárlaganefnd fundaði í dag um breytingar fjármálastefnu sem þykja nauðsynlegar til að bregðast við fyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir. Eftir breytinguna verður ekki sama krafa um að ríkissjóður skili afgangi. Fjármálaáætlun og fjárlög byggja á stefnunni og er breytingin því nauðsynleg áður en áætlunin fer í gegnum þingið. Þingið ætti samkvæmt áætlun að vera komið í sumarfrí og sagði þingflokksformaður Pírata að málþófið á Alþingi hefði í rauninni unnið með ríkisstjórninni í málinu. „Við vorum að sjá fyrst núna álit fjármálaráðs á breyttri fjármálastefnu eða fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta fjármálastefnu. Þetta sýnir bara að ríkisstjórnin var engan veginn tilbúin í þinglok,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Þórhildur Sunna segir að það sé augljóst að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin í þinglok.Í umsögn fjármálaráðs sem var birt í morgun segir að í ljósi endurskoðunar þurfi að líta til verklagsins semhefur tíðkast við stefnumörkun opinberra fjármála. Það hafi ekki verið nægilega vandað. Fjármálaáætlun og fjárlög þurfa að byggja á áreiðanlegri stefnu sem þarfnist ekki endurskoðunar. Velt er upp hvort heppilegra sé að miða við langtímahagvöxt í stað hagvaxtarspár á hverju ári fyrir sig. Þá segir að sama óvissa sé uppi í endurskoðaðri stefnu. Frá því að tillaga um endurskoðun hafi verið lögð fram hafi Seðlabankinn breytt hagspá næsta árs úr 1,8% hagvexti í 0,4% samdrátt. Þá hafi velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um hátt í 15% og mesti samdráttur í brottförum erlendra ferðamanna var í maí. Hann nam nærri fjórðungi. Niðurstaðan er að endurskoða þurfi stefnuna nú því annars yrði það nauðsynlegt í náinni framtíð. Það myndi kalla á sársaukafullar ráðstafanir. Staðan nú stafi bæði af efnahagsskelli og veikleikum í fjármálastjórn. Merki séu um að samdrátturinn geti orðið skarpari og lengri en spá hagstofunnar segir til um.Fjármálaráðherra segist ekki vera í neinni aðstöðu til að vera með vangaveltur um það hvort hagspár séu réttar eða rangar.„Við skulum alveg taka því alvarlega öllum merkjum um að hlutirnir gætu þróast á verri veg. Í þessari áætlanagerð sem við erum að vinna að er hins vegar ekki mikið svigrúm til að gera annað en að byggja á hagspám og svo búum við núna til óvissusvigrúm sem er svona þokkalegt óvissusvigrúm ef að hlutirnir skyldu þróast á verri veg. Í sjálfu sér erum við ekki í neinni aðstöðu til að vera að vera með vangaveltur um það hvort hagspár séu réttar eða rangar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Er einhver tímarammi sem þú ert að vinna með? Hvenær áttu von á því að þetta verði allt farið í gegnum þingið?„Þetta er í sjálfu sér algjörlega á forræði þingsins núna og inni í fjárlaganefnd. Ég held að næsta vika muni reynast nefndinni drjúg. Ég veit ekki hvort hún dugar en kannski þarf að fara inn í vikuna þar á eftir,“ segir fjármálaráðherra. „Það eru að mjatlast áfram núna mál sem ekki er ágreiningur um og stjórnarandstaðan er að taka þátt í umræðu um þau mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist vera bjartsýn á að geta komið málum í gegnum þingið í næstu viku.Fréttablaðið/GVAAftast á dagskrá þingsins eru ágreiningsmálin, þriðji orkupakkinn sem Miðflokkurinn vill af dagskrá ásamt frumvörpum um sameiningu Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins sem og um þjóðarsjóð sem aðrir flokkar í stjórnarandstöðu vilja fresta. Stjórnarandstaðan er klofin og vill ekki semja um þessi mál í sameiningu. „Það gefur augaleið að ef eru samningaviðræður á milli stjórnarflokkanna þriggja og Miðflokksins varðandi lúkningu á orkupakkanum þá verður ekki notað þar inni sem skiptimynt eitthvað sem skiptir stjórnarandstöðuna númer eitt máli í því, ekki þá nema án samningaviðræðna okkar,“ segir Hanna Katrín. Fundað verður áfram um stöðuna á næstu dögum. „Ég vil ekki fara nákvæmlega ofan í það en hins vegar þá er ég bjartsýnn á að við finnum ásættanlega leið fyrir alla,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að vera bjartsýn og spá því að þessi helgi verði nýtt mjög vel og við förum að þoka málum áfram í næstu viku,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Hallast að nýrri fjármálaáætlun Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun. 16. maí 2019 06:45 Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Ríkisstjórnin sögð láta undan öllum kröfum Miðflokksins. 6. júní 2019 16:24 Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar 3. maí 2019 12:24 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Veikleikar í fjármálastjórn kalla ekki síður á endurskoðun fjármálastefnunnar en fyrirséður efnhahagsskellur, að mati fjármálaráðs. Verklag við stefnumörkun í opinberum fjármálum hafi ekki verið nógu vandað. Í nýju áliti sem var skilað til fjárlaganefndar í morgun segir að samdrátturinn gæti orðið skarpari og lengri en spá Hagstofu Íslands segir til um. Fjárlaganefnd fundaði í dag um breytingar fjármálastefnu sem þykja nauðsynlegar til að bregðast við fyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir. Eftir breytinguna verður ekki sama krafa um að ríkissjóður skili afgangi. Fjármálaáætlun og fjárlög byggja á stefnunni og er breytingin því nauðsynleg áður en áætlunin fer í gegnum þingið. Þingið ætti samkvæmt áætlun að vera komið í sumarfrí og sagði þingflokksformaður Pírata að málþófið á Alþingi hefði í rauninni unnið með ríkisstjórninni í málinu. „Við vorum að sjá fyrst núna álit fjármálaráðs á breyttri fjármálastefnu eða fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta fjármálastefnu. Þetta sýnir bara að ríkisstjórnin var engan veginn tilbúin í þinglok,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Þórhildur Sunna segir að það sé augljóst að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin í þinglok.Í umsögn fjármálaráðs sem var birt í morgun segir að í ljósi endurskoðunar þurfi að líta til verklagsins semhefur tíðkast við stefnumörkun opinberra fjármála. Það hafi ekki verið nægilega vandað. Fjármálaáætlun og fjárlög þurfa að byggja á áreiðanlegri stefnu sem þarfnist ekki endurskoðunar. Velt er upp hvort heppilegra sé að miða við langtímahagvöxt í stað hagvaxtarspár á hverju ári fyrir sig. Þá segir að sama óvissa sé uppi í endurskoðaðri stefnu. Frá því að tillaga um endurskoðun hafi verið lögð fram hafi Seðlabankinn breytt hagspá næsta árs úr 1,8% hagvexti í 0,4% samdrátt. Þá hafi velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um hátt í 15% og mesti samdráttur í brottförum erlendra ferðamanna var í maí. Hann nam nærri fjórðungi. Niðurstaðan er að endurskoða þurfi stefnuna nú því annars yrði það nauðsynlegt í náinni framtíð. Það myndi kalla á sársaukafullar ráðstafanir. Staðan nú stafi bæði af efnahagsskelli og veikleikum í fjármálastjórn. Merki séu um að samdrátturinn geti orðið skarpari og lengri en spá hagstofunnar segir til um.Fjármálaráðherra segist ekki vera í neinni aðstöðu til að vera með vangaveltur um það hvort hagspár séu réttar eða rangar.„Við skulum alveg taka því alvarlega öllum merkjum um að hlutirnir gætu þróast á verri veg. Í þessari áætlanagerð sem við erum að vinna að er hins vegar ekki mikið svigrúm til að gera annað en að byggja á hagspám og svo búum við núna til óvissusvigrúm sem er svona þokkalegt óvissusvigrúm ef að hlutirnir skyldu þróast á verri veg. Í sjálfu sér erum við ekki í neinni aðstöðu til að vera að vera með vangaveltur um það hvort hagspár séu réttar eða rangar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Er einhver tímarammi sem þú ert að vinna með? Hvenær áttu von á því að þetta verði allt farið í gegnum þingið?„Þetta er í sjálfu sér algjörlega á forræði þingsins núna og inni í fjárlaganefnd. Ég held að næsta vika muni reynast nefndinni drjúg. Ég veit ekki hvort hún dugar en kannski þarf að fara inn í vikuna þar á eftir,“ segir fjármálaráðherra. „Það eru að mjatlast áfram núna mál sem ekki er ágreiningur um og stjórnarandstaðan er að taka þátt í umræðu um þau mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist vera bjartsýn á að geta komið málum í gegnum þingið í næstu viku.Fréttablaðið/GVAAftast á dagskrá þingsins eru ágreiningsmálin, þriðji orkupakkinn sem Miðflokkurinn vill af dagskrá ásamt frumvörpum um sameiningu Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins sem og um þjóðarsjóð sem aðrir flokkar í stjórnarandstöðu vilja fresta. Stjórnarandstaðan er klofin og vill ekki semja um þessi mál í sameiningu. „Það gefur augaleið að ef eru samningaviðræður á milli stjórnarflokkanna þriggja og Miðflokksins varðandi lúkningu á orkupakkanum þá verður ekki notað þar inni sem skiptimynt eitthvað sem skiptir stjórnarandstöðuna númer eitt máli í því, ekki þá nema án samningaviðræðna okkar,“ segir Hanna Katrín. Fundað verður áfram um stöðuna á næstu dögum. „Ég vil ekki fara nákvæmlega ofan í það en hins vegar þá er ég bjartsýnn á að við finnum ásættanlega leið fyrir alla,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að vera bjartsýn og spá því að þessi helgi verði nýtt mjög vel og við förum að þoka málum áfram í næstu viku,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Hallast að nýrri fjármálaáætlun Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun. 16. maí 2019 06:45 Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Ríkisstjórnin sögð láta undan öllum kröfum Miðflokksins. 6. júní 2019 16:24 Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar 3. maí 2019 12:24 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Hallast að nýrri fjármálaáætlun Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun. 16. maí 2019 06:45
Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Ríkisstjórnin sögð láta undan öllum kröfum Miðflokksins. 6. júní 2019 16:24
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15