Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:00 Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm
Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?