Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. júní 2019 06:15 Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna óskar um að byggja við húsið að Mosabarði 15. Fréttablaðið/Ernir „Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira