Hlébarði drap tveggja ára dreng í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 12:57 Hlébarðanum tókst að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Vísir/Getty Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni. Dýr Suður-Afríka Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni.
Dýr Suður-Afríka Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira