Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 15:45 Gunnleifur Gunnleifsson og Gianluigi Buffon. Samsett/Bára og Getty Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira