Best að hugsa þetta bara sókn fyrir sókn Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2019 12:00 Landslið kvenna. mynd/fréttablaðið Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira