EES og Ísland Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun