Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 10:17 Sigurreifur mótmælandi nærri höfuðstöðvum hersins í Khartoum. Vísir/AP Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara. Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26