Íhugar að gefa Þjóðminjasafninu símann sem innihélt Klaustursupptökurnar Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 23:45 Bára Halldórsdóttir þurfti að eyða upptökunni sem hún tók af samtali þingmanna á Klaustur bar í nóvember. Vísir/Vilhelm „Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan. Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan.
Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46