Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:52 Hicks með Trump forseta. Hún hætti störfum í Hvíta húsinu í loks mars í fyrra. Vísir/EPA Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22