Þrír nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:37 Hildigunnur, Guðrún og Kristján. Vísir Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán. Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán.
Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39
Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13
Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15