Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 09:30 Guðni Bergsson með Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Chris Brunskill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira