Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 14:04 Eftir utanvegaaksturinn voru myndatökur næsta skref Instagram Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15