Skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2019 06:15 Ásmundur Einar segir að búast megi við frekari breytingum á kerfinu. Fréttablaðið/Eyþór Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira