Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 15:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur ásamt flokksbræðrum sínum skeggrætt þriðja orkupakkann til hins ítrasta. Vísir/vilhelm Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira