Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2019 20:00 Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50