Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 16:04 Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50