„Börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum“ Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 14:33 Katrín sagðist vona að ungt fólk fengi sterkari rödd í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín. 17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín.
17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00