Myndband | Þór Þormar vann á heimavelli Bragi Þórðarson skrifar 16. júní 2019 16:30 Þór Þormar Pálsson flaug manna hæst í KFC torfærunni. Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira
Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira