Handbolti

Meistararnir fá markvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Baldvin tekur í spaðann á Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Selfoss.
Einar Baldvin tekur í spaðann á Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Selfoss. mynd/selfoss
Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Selfoss frá Val. Hann skrifaði undir eins árs lánssamning við Íslandsmeistarana. Þetta kemur fram á heimasíðu Selfoss.

Einar Baldvin er uppalinn hjá Víkingi en gekk í raðir Vals 2017. Á síðasta tímabili var hann með 38% hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni.

Einar Baldvin, sem er fæddur árið 1997, hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af íslenska liðinu sem endaði í 3. sæti á HM U-18 ára 2015.

Sölvi Ólafsson og Pawel Kiepulski vörðu mark Selfyssinga á síðasta tímabili. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu. Selfyssingar töpuðu aðeins einum leik í úrslitakeppninni.

Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari Selfoss eftir tímabilið en eftirmaður hans hefur ekki enn verið fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×