Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Langjökli á þriðja tímanum í dag og flutti þaðan einn einstakling á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi kom viðbragðsteymi frá Flúðum á vettvang um klukkan hálf þrjú en útkallið barst vegna veikinda.
Ekki fengust upplýsingar um það hvort um ferðamann hafi verið að ræða en viðkomandi var á ferð við jökulinn ásamt hópi fólks, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Fréttin hefur verið uppfærð.

