Lífið

Landsliðsmennirnir láta lífið leika við sig á siglingu um Como-vatn

Andri Eysteinsson skrifar
Lífið leikur við landsliðsmenninna á Ítalíu.
Lífið leikur við landsliðsmenninna á Ítalíu. Instagram/Aron Einar Gunnarsson
Þó nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eru nú staddir við Como vatn í norður Ítalíu til þess að samgleðjast með þeim Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssyni sem munu ganga í það heilaga um helgina.

Þó að stressið í kringum brúðkaup geti verið mikið hjá tilvonandi brúðhjónum er ekki snefill af stressi í kringum landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, framherjann Alfreð Finnbogason, varnartröllið Sverri Inga Ingason, markvörðinn Ögmund Kristinsson og kantmennina Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.

Landsliðsfélagarnir skelltu sér í morgun í skemmtisiglingu um hið glæsilega Como-vatn og greindu þeir flestir frá ferðinni í Instagram Story í dag.

Blikar á góðri stund.

Tengdar fréttir

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.

Fer með sex stig til Ítalíu og tekur við brúð­kaups­undir­búningnum

Gylfi Þór Sigurðsson átti tvo frábæra leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta á síðustu dögum. Á meðan hann var að skila landsliðinu sex mikilvægum stigum sá unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, um undirbúning fyrir brúðkaup þeirra á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×